EG-TÓNAR hafa verið starfandi frá því árið 1983, stofnað af Einari Guðmundsyni. Hlutverk okkar er að selja harmonikur og aukahluti svo sem ólar, töskur og poka. Í seinni tíð höfum einnig selt mikið af harmonikugeisladiskum og fengist við útgáfu þeirra.  Viðhalds og viðgerðarþjónuta er einnig hluti í okkar starfsemi.

EG-Tónar hafa verið áberandi á harmonikumótum síðari árin og verið  hluti af þeim, enda náð góðum árangri í sölu á nýjum og notuðum harmonikum.  Nýjar harmonikur höfum við flutt inn frá Ítalíu, Tékklandi og Kína.

Starfsmenn eru tveir Einar Guðmundsson á Akureyri og Gunnar Kvaran í Reykjavík.